Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Hver orti elstu rímurnar?

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Í Flateyjarbók, sem var rituð að mestu árið 1387, er að finna elsta varðveitta rímnatextann. Það er Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson lögmann á Norður- og Vesturlandi. Þar sem uppskriftin er elst varðveittra rímnatexta hefur hún verið notuð sem viðmið í umræðunni um aldur rímna enda ljóst að hún muni sjálf vera á meðal elstu rímna og væntanlega er hún ort upp úr miðri 14. öld. Ríman er sérstök að því leyti að hún er stök, það er ekki er um rímnaflokk að ræða eins og síðar varð venja og erindin eru einungis 65 talsins. Ríman er ort undir ferskeyttum hætti, það fullmótuðum að telja má líklegt að einhver þróun liggi honum að baki - það er að segja að gerðar hafi verið tilraunir með hann áður.

Höfundar elstu rímna, einkum fyrir 1500, eru annars að jafnaði ókunnir og einungis örfáir þeirra, svo sem Kálfur munkur (Kálfur Hallsson höfundur Völsungs rímna) og Ormur (höfundur Vilmundar rímna), hafa falið nöfn sín í vísum. Upp frá þessu tíðkuðust nafnagátur hins vegar lengi fram eftir öldum og sífellt fleiri höfundar eignuðu sér skáldskapinn með því að fela nafn sitt í orðaþraut, oftast í lok rímnaflokksins. Það má því segja að nafn höfundarins hafi verið ofið saman við skáldskapinn sem verður að teljast snjöll leið skáldanna til að merkja sér verk sín.

Rímur af Hálfdani Brönufóstra eftir Rögnvald blinda (f. um eða eftir 1480) í handriti frá síðari hluta 18. aldar.

Á 16. öldinni fer að bera æ meira á nafnkenndum skáldum og koma þau þá jafnt úr hópi alþýðu sem lærðra manna. Í þessu sambandi mætti nefna þá Rögnvald blinda (f. um eða eftir 1480), Sigurð blind (sem lítið er vitað um og gæti verið sá sami eða ekki og orti Rósu), Magnús prúða Jónsson (um 1525-1591) og Þórð Magnússon á Strjúgi (f. um 1545) sem dæmi um þekkt rímnaskáld frá 16. öld. Frá 17. öld mætti nefna Hallgrím Pétursson (1614-1674) sálmaskáld, Eirík Hallsson í Höfða (1614-1698) og Steinunni Finnsdóttur frá Höfn í Borgarfirði (1640/41- e. 1710).

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Aðalheiður Guðmundsdóttir

prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda

Útgáfudagur

3.5.2024

Spyrjandi

Laufey Ósk

Tilvísun

Aðalheiður Guðmundsdóttir. „Hver orti elstu rímurnar?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2024. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86534.

Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2024, 3. maí). Hver orti elstu rímurnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86534

Aðalheiður Guðmundsdóttir. „Hver orti elstu rímurnar?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2024. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86534>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver orti elstu rímurnar?
Í Flateyjarbók, sem var rituð að mestu árið 1387, er að finna elsta varðveitta rímnatextann. Það er Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson lögmann á Norður- og Vesturlandi. Þar sem uppskriftin er elst varðveittra rímnatexta hefur hún verið notuð sem viðmið í umræðunni um aldur rímna enda ljóst að hún muni sjálf vera á meðal elstu rímna og væntanlega er hún ort upp úr miðri 14. öld. Ríman er sérstök að því leyti að hún er stök, það er ekki er um rímnaflokk að ræða eins og síðar varð venja og erindin eru einungis 65 talsins. Ríman er ort undir ferskeyttum hætti, það fullmótuðum að telja má líklegt að einhver þróun liggi honum að baki - það er að segja að gerðar hafi verið tilraunir með hann áður.

Höfundar elstu rímna, einkum fyrir 1500, eru annars að jafnaði ókunnir og einungis örfáir þeirra, svo sem Kálfur munkur (Kálfur Hallsson höfundur Völsungs rímna) og Ormur (höfundur Vilmundar rímna), hafa falið nöfn sín í vísum. Upp frá þessu tíðkuðust nafnagátur hins vegar lengi fram eftir öldum og sífellt fleiri höfundar eignuðu sér skáldskapinn með því að fela nafn sitt í orðaþraut, oftast í lok rímnaflokksins. Það má því segja að nafn höfundarins hafi verið ofið saman við skáldskapinn sem verður að teljast snjöll leið skáldanna til að merkja sér verk sín.

Rímur af Hálfdani Brönufóstra eftir Rögnvald blinda (f. um eða eftir 1480) í handriti frá síðari hluta 18. aldar.

Á 16. öldinni fer að bera æ meira á nafnkenndum skáldum og koma þau þá jafnt úr hópi alþýðu sem lærðra manna. Í þessu sambandi mætti nefna þá Rögnvald blinda (f. um eða eftir 1480), Sigurð blind (sem lítið er vitað um og gæti verið sá sami eða ekki og orti Rósu), Magnús prúða Jónsson (um 1525-1591) og Þórð Magnússon á Strjúgi (f. um 1545) sem dæmi um þekkt rímnaskáld frá 16. öld. Frá 17. öld mætti nefna Hallgrím Pétursson (1614-1674) sálmaskáld, Eirík Hallsson í Höfða (1614-1698) og Steinunni Finnsdóttur frá Höfn í Borgarfirði (1640/41- e. 1710).

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....